Loks er að geta halastjarnanna, sem líka teljast til fjölskyldunnar. Þær ganga um sólu í mjög aflöngum sporbaugum og sjást þess vegna ekki frá okkur nema með höppum og glöppum. Það eru efnislitlir, þokukenndir hnettir. Þær eru úr svo lausu efni, að geislaspyrna sólarinnar skefur af þeim smáeindir og þeytir þeim langt út í geiminn. Það er efnið í halanum, sem alltaf vísar frá sólu. Halastjörnur hafa oft valdið miklum flemtri, og því hefur hvað eftir annað verið spáð, að halastjarna mundi rekast á jörðina og tortíma henni. Óttinn við halastjörnurnar er ástæðulaus. Í fyrsta lagi eru líkindin lítil til, að þær rekist á jörðina, þessa öreind í ómælisdjúpi geimsins. Í öðru lagi eru þær svo efnislitlar, að þær mundu varla valda meiru en skrautlegum stjörnuhröpum, og í þriðja lagi mundu þær ekki flytja annað með sér en þau endalok, sem yfir alla eiga að ganga.Skemmtileg sýn. Það er einhver mótsögn þarna samt.
Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]