Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

miðvikudagur, apríl 05, 2006

 
Berti og félagar eru að selja plötur í gamla Blómaval. Ég hitti ekki Berta, en keypti safnplötur með Slowdive og The Fall. Og The Wondrous World of Damon & Naomi, sem voru 2/3 Galaxie 500.

Af 39 lögum, eru fimm Fall lög sem ég fíla, tvö ágæt til viðbótar. Það besta, Victoria, er eftir Ray Davies. Mér finnst músíkin bara ógeðfelld, bæði ljót og vond.

Slowdive er heillandi heild, það stendur ekkert uppúr nema eitt lag, Morningrise.
---

Ég hef ekki gaman lengur að neinu, nema það sé gamalt og asnalegt. Í Lönd og lýðir, bókaflokknum, sem ég sé í öllum hillum, er ein um jörðina. Sú er eftir Ástvald Eydal og henni var ég að fletta í vinnunni. Leturbreytingar mínar:
Loks er að geta halastjarnanna, sem líka teljast til fjölskyldunnar. Þær ganga um sólu í mjög aflöngum sporbaugum og sjást þess vegna ekki frá okkur nema með höppum og glöppum. Það eru efnislitlir, þokukenndir hnettir. Þær eru úr svo lausu efni, að geislaspyrna sólarinnar skefur af þeim smáeindir og þeytir þeim langt út í geiminn. Það er efnið í halanum, sem alltaf vísar frá sólu. Halastjörnur hafa oft valdið miklum flemtri, og því hefur hvað eftir annað verið spáð, að halastjarna mundi rekast á jörðina og tortíma henni. Óttinn við halastjörnurnar er ástæðulaus. Í fyrsta lagi eru líkindin lítil til, að þær rekist á jörðina, þessa öreind í ómælisdjúpi geimsins. Í öðru lagi eru þær svo efnislitlar, að þær mundu varla valda meiru en skrautlegum stjörnuhröpum, og í þriðja lagi mundu þær ekki flytja annað með sér en þau endalok, sem yfir alla eiga að ganga.
Skemmtileg sýn. Það er einhver mótsögn þarna samt.

En við Valdi, við erum ekki hræddir.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]