"Þessi nóra af birtu, sem mjallarþyrlarnir mólu á milli sín, varð þynnri og þynnri, mólst niður í ekki neitt, mólst í myrkur með daufa tunglsglætu einhvers staðar á bak við sig, mjallarmyrkru, rjúkandi myrkur. Og hamfarirnar héldu áfram, gnýr og stunur, eins og jötnar væru í fangbrögðum, barátta ósýnilegra afla, endalaus og af öllum áttum, æðisgengin og öskrandi nótt."
Gunnar Gunnarsson, Aðventa
Aðventa kveikir í mér, en...
Ég er í vorinu, ég er klofandi snjó. Gleðilegt tímabil, hafið það gott.
>