Hendum því bara. Ekki tala undir morgun, vinur. Sofnaðu bara.
---
Fékk, hérna, ö, í hendurnar gamlan kassa með gömlu efni frá sjálfum mér. Stílabækur með forljótu kroti, skemmtilegu afmæliskortin gegnum tíðina sem ég hefi geymt, örfá bréf og póstkort. Ansi góð blýantsteikning Bjarts af undirrituðum með hasspípu, líklegast þá enga aðra en Gylta Göltinn, sitjandi á gamla rúminu í gömlu holunni. Það er meiraðsegja Kinks-plata á myndinni sem er ekki til, en ég vildi óska að væri til. Ég myndi hengja myndina upp ef Bjartur hefði ekki ofgert sér í freknupikki af miklum ákafa og hálfeyðilagt hana; hefur líklegast verið að flýta sér eitthvert þessa dagstund. Það var lenska.
Svo virðist sem ég hafi ekki þroskast mikið frá því um jólin 1998. Öll gögn benda til þess. Annars hef ég verið ansi mikilvirkur þetta haust, það ein full stílabók (ég fylli þær örsjaldan) og heilu haugarnir af vélrituðu efni. Forvond þýðing á Oh! You Pretty Things og smásögu eftir Ray Davies (sem er þó líklega árinu yngri). Misheppnaðar fantasíur og tilraunir.
Ég svitnaði af aulahrolli, fokktopp stefnumót. Hendi þessu bara. Ég mun fá hjartaáfall af aulahrolli einhverntíma.
Ég fyrir þessum sjö, átta árum myndi vilja berja mig núna. Fyndið samt að hann myndi líklegast ekki telja að ég hafi brugðist sér og vonum sínum, hann hugsaði ekki rassgat fram í tímann. Það voru kannski mistök.
>