I don't sleep cuz sleep is the cousin of death.
Least that's what Nas say.the afghan wigs – omerty
---
Hún er blíð krumlan sem hamlar mér svefni, leikur við mig. Og mig langar ekki að sofa. En, enn annar tilgangslaus og afkastalítill all-nighter bráðum að baki. En góð þögn, og músík. Og ég talaði of mikið, of hratt fyrr í kvöld, hvorteðer.
---
---
---
---
---
Núna rétt áðan náði síminn mér á fætur: þögnin rofin. Mér var tilkynnt um dauðsfall manneskju sem ég hef aldrei hitt og né vitað um fyrr. En hún tengdist þó fjölskyldunni. Skrýtið símtal, fyrst var grínast, slegið á létta strengi, svo bamm. Auðvitað brást ég kolvitlaust við. Maður þarf að æfa svona atriði, hvernig maður myndi bregðast við hinu þessu. Kanarnir hafa sjónvarp og bíó og leika eftir því. Einu sinni hélt ég að það væri gott, vildi meina að það ætti td að filma jarðarför, sérstaklega kistulagningu, og allskonar svona atriði tengd dauðanum, sem ég hafði mikið á heilanum þá, einsog allt ungt fólk. Kenning mín var þá sú, að þá myndi manni reynast auðveldar að vinna við svona aðstæður. Gott ef ég vildi ekki að það væri skylduáhorf á þetta í grunnskólum, þessum fáránlegu lífsleikni tímum, sem ég mætti tvisvar í, og var þá voða nýtt og sniðugt konsept. Kenningin finnst mér reyndar enn góð, fyndin í retrospekt, en er auðvitað fáránleg. Það er betra að læra af reynslunni, það er mín skoðun nú. Maður þarf bara að reyna að gera sig ekki að of miklu fífli í leiðinni.
Höfum þetta sér. Skrifum þetta aftur og förum svo að þvo.
---
---
Gott blaður. Búið í bili. Hvernig fór Díógenes að þessu? Eða eldgleypar?
>