Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, apríl 21, 2006

 
You can learn your lines and fabricate a show.
But the way we come in, yeah, that's the way we're gonna go.

rdd – after the fall

Ray.

Á blámetrunum, á seinasta sjans, komum við inná Djurgarden, í strætó númer eitthvað. Um vikubil, héldum við að staðurinn væri á Södermalm, bara upp götuna hjá plötubúðinni og við myndum sjá það. Svo var ekki. Ekki rassgat, en með hjálp gulu síðnanna var það leiðrétt. Og því reddað.

Hjálpsamur samverji of a man sagði okkur til, úr strætósæti: Thetter Cirkus. Upp tröppur, reykti eina sígarettu. En Siggi hélt, útaf Mamma Mia! borðanum, að allt fólkið væri að fara að sjá það. Og við þá líka. En nei. Það var Ray.

Í miðasölunni var hávaxinn maður, sem svaraði spurningunni Do you speak english? með: Why, but of course, sir! Umslagið mitt, – sem hafði beðið, í, hvað, mánuð – það rétti hann mér. Á því, nafnið sem ég hafði stafað gegnum síma: Tarastarson. Geymi það, ásamt kvittun, miða og plaggati, sem memento. Vona að einhver sendi inn set-lista. (Sýnist hann þó næstum sá sami og í Helsinki.)

Við sátum ásamt grúa af gömlu, gömlu fólki ógnarlengi undir jassi og blús sem R hefur líklegast á intro spólunni sinni. Svo lengi, að mig var farið að langa í sígarettu, bjór, nammi. Góð spóla samt, Everly bræðurnir og hvað var líklegast Sleepy John Estes. Eina sem ég þekkti amk.

Ljósin dimmd: I'm Not Like Everybody Else; ég var með kökk í hálsinum, ég grét næstum. Ég grét ekki, því það hefði verið ofmikið, too much, svona til að byrja með.

After the Fall fannst mér geðveikt, og All She Wrote líka. Ég var með kökk í hálsinum. Næst: 20th Century Man; varir bærðust með textanum, söngnum. Tár í augum. Það er lagið sem steypti mér í þessa glötun. Var það '99 eða 2000? '98? Man það ekki, bara þegar ég heyrði það fyrst, og að ég hækkaði minnst tvisvar í því áður en því lauk. Og spilaði það aftur. Muswell var ekki til hérna heima, fyrren ég flutti hana inn á það.

Mánudaginn áður en ég fór, var víst viðtal við Raymond í Mogganum, tekið af Árna Matt. Sérlega týpískt, að þessdagsmoggi kom ekki í hús, ekki hingað. Mig langar samt að lesa það; ég þekkti hann einu sinni, Árna Matt: hann gaf mér fyrstu Bubba plötuna mína, árið 1989, Nóttin langa; og sá mig gráta undir borði í gamla moggahúsinu eftir eina af þessum ömurlegu fótboltaæfingum... sem ég held að allir hafi lent í... [“Þúrt ekki í a-liðinu!” “Öh, ég er bara að fara á klósettið!” (Ekki grenja, ef þið sjáið þetta síðar.)]

(Svo lék ég mér líka í hringstiganum og var skammaður af feitum, sveittum karli; nokkrum sinnum fór ég í bakaríið með sendlinum. Einhverju sinni var ég fyrir, og ætlaði að heimsækja Gunna, sem bjó kannski þrjátíu metrum frá reykinngangnum, en hitti Megas í staðinn. Ég man að mér fannst það skrýtið; hann var á spólunni með Bubba og Herði Torfa sem ég lét ömmu gefa mér nokkrum mánuðum fyrr. Ég þekkti hann – en samt ekki. )

Fokk. Ég sé núna, á þessu ömurlega, grátlega interneti, að Raymond hafi tekið “I'm on an Island” hérna heima. Fokk. Öll möguleg og dónaleg orð sem ég get ímyndað mér. Drullur. (Hér smeið ég út milljón særingar.)

Ég er kominn ógeðslega off-topic: Ray:

Oklahoma USA: Ég vissi um hvað hann var að tala og hróp upp yfir mig; með tárin í augunum: Áður en, en ekki á meðan lagið var flutt.

Ég gæti haldið áfram, flutt nöfnin á lögunum og sagt hvað ég var nálægt því að gráta. En þið, og ég, viljið það ekki. Enginn vill það. En það var þannig. Nálægt.
---

Undir “Days” – akapellunni sem hann byrjaði með, – þá hugsaði ég um þig, – Arna, – hvað mig hefði langað, sama hvað svo gjörðist – meina gerðist – að heyra það, með þig við hliðina á mér, halda í hendina á þér, þetta kalda vor í London, í Bloomsbury leikhúsinu. Eða í Stokkhólmi, whatever, þetta kalda vor. Og þá fór ég næstum því að gráta, þá var ég næstast því. Ekki útaf laginu, heldur hinu. Því það var enn meira sorrí; ég veit að þú hefðir skilið mig, þú hefðir snert mig, þú hefðir fílað þig, amk stundum, þú hefðir sungið: Horft á mig, einsog þú gerðir stundum. (– Ansaðu persónulega póstinum.)

Ég hefði ekki verið einn. Ekki í þessum sal. Með öllum... – – –

Ray.

Skilur þetta einhver? Nennir einhver því. Las það einhver? Einhver annar?

Veistu, salurinn var fullur af “dweebs and losers”. Hvort maður hafi verið nokkuð betri sjálfur, með textana á vörunum, en meikaði ekki að syngja með. Einsog sérhæft nörd. En með hana... En, hefði ég sungið? Dead End Street; Village Green; Picture Book? Grátur. Rauð augu.

“Things Are Gonna Change (The Morning After)” [“My turn to get pushed in the face...”] – hvernig það rann inní eyrun, úr “Stand Up Comic” gæsahúð. Hvernig Raymond fór úr Max yfir í sig sjálfan, með konsert stælum, það var klassík.

Ray. Klassík. Hann hreyfði sig, ekki eisog hann væri 62ja. Ekki einsog hann væri gamall. En, einsog einhver sagði, og ég hef reynt á upptökum: maður saknar ekki Raymonds á tónleikum hjá Dave litla Davies, en maður saknar Dave hjá Raymond, sama hversu sætt hann syngur. Og grætur.

Ekki.

Ef ég ég væri ánægðari.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]