Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, apríl 03, 2006

 
“Ó, Þyrnirós er vöknuð! En við gefum engin loforð ei meir; öll plön fokkast. Í dag tuttugasti og eitthvað maí 2003, mánudagur. Síðan síðast hefur eitthvað skeð en ég deili engu, það særir mig seinna. Eða hlægir?
Seinast las ég hvaða bók?

Á ég að henda þér, eða troða í einhvern kassa? Hvað er hægt að gera?
Bókhaldsdraumórar ég held ég yfirgefi ykkur, finnið ykkur annan samastað...
bæ skarpi (xxx)”


síðasta færsla í Bókabókinmín, gangsett 19. júní 1999.

Ó, bókahaldsdraumar, hví hef ég yfirgefið yður! Veit ég steytti á loforðaskerjunum, mænandi himinn af lygnum sjó; sjá, ég færi yður mig... Sorrí svarta bók...

Það er umhugsunarvert að sjá þessar vaknanir. Ég hef orðið ansi gamall áður en ég áttaði mig á þessum loforðaflaum, eins að það skipti engu þó ég bryddaði uppá atburðum við sjálfan mig; þessi færsla er sú skásta af þeim öllum. En, samt, ég ætla að byrja aftur. Ef ég nenni.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]