Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, maí 08, 2006

 

)Og brosir meira að segja eins og hann sé að dreyma(

segir einn. Sjá hve setníngin verður músikölsk í þýðingu minni: )Og brosir meir sagt ans hann sé að dreyma(. Orðin meir sagt standa sig vel í stað meira að segja, og ans hjálpar til að koma setníngunni á flug.

Náttúra þessa nýa orðs er þannig, að oft hrindir það frá sér nafnháttarmerkjum, það er eðli þess. Sjá dæmi: )Það er eins og að tala við steininn að tala við hann(. Þýðum nú klambrið: )Það er ans tala við steininn að tala við hann(. Þarna er mjög þarft að losna við nafnháttarmerki, enda er annað fyrir í setníngunni.

Nokkrir vina minna hafa viðurkennt kosti þessa orðs, og er vonandi að menn fagni því almennt, þótt vera megi að einhverjir sérvitríngar geri glamm, en við því get ég ekkert gert.

úr formála við Brotabrot eftir Steinar Sigurjónsson.

Einmitt það sem mig var farið að vanta, réttlætingu. En berjast um mig nú ýmsli, ég togast í sínhverja áttina, stend svo völtum fótum á stafajörð.

Það er Brotabrot, sem er svo falleg. Ógnar falleg. Get ekki hugsað mér að hafa hana uppí hillu, ramma hana inn. Og orðin líka, þau eru falleg; læra hana utanbókar. Titill fleytir fram innihaldi: brotum. Ég dýfi og sleiki af.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]