Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, maí 05, 2006

 

Úr stílabókinni, eitt:

Mynd

bugðast beyglaður heim laugaveginn
sokkinn einsog steinn,

með rigningu einsog grenj
á uppstríluðu andlitinu

þetta gender-bending dæmi virkar kannski í berlín
---

Ha. En með smá, eða þónokkru, editi, ég get ómögulega “skannað” stílabók; sneitt normalbrauðið á hvítmattan disk með grásmurðri geðveikislegri innsýn í prívathausinn, né, þótt glöð vildi, veita yss-kur hlutverk í einkahúmor veruleiksins.

Rifrildið er síðan í haust, sé það á blekinu, sé það á staðsetningunni. Áhrif frá þá nýtilkominni eign minni á Skipin sigla er augljós, annars er allt altímlegt, samvaxið mér sem árstíð eða eyra. Greinilegur niðurtúr. Smá pöns, en þó frekar frústrasjón á klúðruðum tilrausum til útkljá fallegan kjól sem birtist mér – held ég. Ha.

Hanna, Hönnur, ég er farinn út, sjáum hvað setur, hvað bendir;
kyss tiss.
---

Minni samt aftur á partí-ið sem hlekkjað við að neðan. Ég hefi aðeins orðað hugmynd við vörubílstjóra, kannski ég fái að vera með, og við tökum smá Reclaim the Streets?

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]