Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, maí 08, 2006

 

Samanburður:

“Elsku hjartað mitt. Þegar kennarinn sagði 2 X 2 sögðum við 4 og hlupum uppá hól í sippum. Okkur voru gefnir klattar. Ég man þegar þinn klatta bara við hraustlegar tennur þínar. Svo sippuðum við á ný og 2 X 2 voru 4, bratti á fótinn og fjallgönguæsing í kinn.

Þetta gætum við talað um ef við mættumst, það má hamíngjan vita.”


Steinar Sigurjónsson, Ævisaga, brot úr Brotabroti, 1968.

“Walter, isn't it a shame the way our little world has changed?
Do you remember, Walter, how we said we'd fight the world so we'd be free?
We'd save up all our money and we'd buy a boat and sail away to sea.
But it was not to be.
I knew you then but do I know you now?”

Kinks – Do You Remember Walter?, af Village Green, 1968

Varla. Ég held að aldursmunur þeirra skíni svolítið í gegn, mismunandi hugmyndir gegnsýrðar ungæði og hálföldrunar. Ætli ég, þó ég spili ekki þannig, gæti ekki, enda dónó, þá er ég frekast til á seinni línunni, hallast inná hana. Þó hin heilli og auki ég opið loksins nokkurntím, sé ég mig sjá það gegnum gler.
---

Röntgen á miðvikudag og læknapot. Getur maður fengið að eiga myndirnar? Mig langar að sjá hvort ég hafi hjarta.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]