Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, maí 11, 2006

 
She's a city it's a pity that I'm like me yeah.
bolan - spaceball richochet

Bláberjalæknirinn potaði og þuklaði hvíta húðina utanum rif(sber)jakassann, hlustaði beinin og kvað upp úrskurð. Hryglurnar í nývöknuðum lungun ollu honum sársauka, sýnilegum sársauka í eyrum. Drenginn langaði að hrópa: Ekki innvolsið, heldur umgjörðin!

Dauðabókin talaði um tapaða trú á lækna sem snertu ekki lengur, shit, við kysum heldur röntgen. Við engjumst þegar við stöndum á fætur á fætirinn, -- þann góða -- en bítum á jaxlinn. [Þennan eina góða sem eftir er.] Feisum dóminn. Samt. Hættum væl.

Kripplið fylgir örbirgðinni, ekki satt? Og ég þarf ekkert hjarta. Eða vita af því.
---

Það er eitthvað ólag á tilverunni; það er hryðja. En ég man hvernig sandur bragðaðist og man ég sá myrkvann gegnum rafsuðuhjálm. Það var gott.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]