Slave master, I am the sheperd of my pasture!I-ney!
Semsagt, þegar ég keypti spilarann, í hinni ágætu Rafgrein, rak ég augun í hann hafði þar til sölu Rockers, þá frægu mynd sem mig hefur lengi rekið löngur til. Einhverra hluta vegna, gaf ég mér ekki seðla til hennar í reykfylltri reggísjoppunni sem ég fór í, í Stokkhólmi – var þá að leita að tónlistinni frekar. Og fyrst ég var að splæsa gat ég eins bætt Rockers í segulröndina (hugsunarháttur sem mun múlbinda mig í mömmukjallara kannski).
Tók reyndar líka Best of Rod Stewart and the Faces: A DVD Biography, sem olli mér sárum vonbrigðum. Góða fólk, þetta hugtak, dvd biography, það kemur úr neðra. Það var grátlegt að sjá hvernig farið var með alla þessa greinilega fínu búta af efni sem er til með Faces; ég var farinn að tala við skjáinn af sárindum, reyndi að rökræða við klipparafíflið. Eins var “biografían” ansi höll undir Rod, og hans efni, einum of. Það var reyndar skondið að fylgjast með því, hve nefið hans stækkaði mikið með árunum, það er sjáanlegur munur á einum tveimur árum.
En Rockers skemmti mér í gærkvöldi, og langt frammúr mestu vonum. Þó sagan, sem er engin eða amk tilgangslítil, sé ekki eins góð og í The Harder They Come, sem er þó umdeilanlega góð eða tilgangsmeiri saga, þá er allt mun svalara; betri músík, svalari karakterar, flottari á allan hátt. Þær eru samt voða líkar, báðar eru með smá Hróa Hattar thema og koma inná strögglandi músíkanta. Mér virðist Harder They Come þó ætíð njóta samanburðarins, enda er eldri, og Rockers sé meiri kópering – sem er ekkert fjarri lagi kannski. Það er reyndar orðið langt síðan ég sá Harder They Come síðast, ég er samt ekki frá því að Rockers sé betri. Leikurinn er lala, enda enginn alvöru leikari held í allri myndinni – nema kannski aðalhlutverkið, Horsemouth – heldur eru þetta næstum allt roots hetjur í öllum hlutverkum. Ég kannaðist ekki við helminginn; tók til að mynda ekki eftir Dr. Alimantado, sem var þó hópnum; ég þóttist kannast við Dillinger en hefði ekki svarið fyrir það; tók ekki eftir Peter Tosh! Jacob Miller var frábær, bjó sér til karakter, – vona ég – matgræðgan, enda var hann þykkur, klikkhaus.
Ég hafði heyrt að Gregory Isaacs stæli senunni; var svosem það sem gerði mann spenntastan fyrir myndinni; en þegar myndin var meiren hálfnuð hafði hann varla sést og ég farinn að örvænta. En hvað! Nóttina fyrir Hróa ránið mikla á '
mafiu' góssinu, þá kemur hann fram og syngur Slave Master, í bláa sútinu sem má sjá að neðan, og með þennan klút. Það er svalara en Roger Daltrey, ber að ofan, eða David Johansen. Slagar uppí Raymond, þegar hann dillir rassinum eða ranghvolfir augunum í Autumn Almanac eða flytur Alcohol með dósina á hausnum, sbr. myndina í headernum á þessari síðu. Jafnvel Johnny Thunders á Chatterbox fælnum sem við áttum.

(ég hlýt að fá einhver paint-verðlaun fyrir þessa samsetningu! digga þetta snapshot feature)
1: Gregory bjargar túristum sem læsa lykla inní bíl, þau vilja ekki borga uppsett verð, og Gregory er ekki par ánægður með það.
2: Hann flytur óvænt Slave Master á tónleikum sem detta inní myndina, óplottskýrt. Ég veit ekki til þess að það séu til mörg önnur myndskeið af honum á þessu gullaldartímabili. Á trommum má sjá Horsemouth.
3: Partur Cool Ruler okkar allra, eða Lonely Lover heimsins, í “kallarnir mæta í vinnuna-senunni”: hann gengur yfir brú. Og tekst að gera það kúl. Það var reyndar magnað atriði, enda atvinnuhipsterar á ferð.
4: Horsemouth rekur á eftir lásasmiðnum í raidinu. Hann massaði þetta.
Góð mynd...nei,
bad mynd! Sight?
>