Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, maí 07, 2006

 
Songs for life’s lost lovers,
bitter sweet their healing;
their prayers prayed under covers
need not kneeling.

echo - all of my life

Heil.

Sá Skáta spila á Grand rokk á föstudagskvöldið, sem komu á óvart með frábærum tónleikum. Munaði mestu um skemmtileg orkubolt söngvarans, Markúsar. Hann hitti ég fyrst á Klambratúni um miðja nótt, þarsem við vorum nokkrir að spila landa og hass körfubolta í felum bakvið laufblöð. Hann gekk inn á okkur í rigningunni með kassagítar, gott ef hann spilaði ekki með. Góður gaur.

Manchester tónleikarnir, það sem ég sá, var stórgott. Þeir voru líka frábærlega illa sóttir, svo við gátum verið næsta fremst án nokkurs troðnings; en ég er mögulega með brákað rifbein, sársaukinn magnast bara, það verður gaman í hrífubissnessinum á morgun að sjá hvernig kemur út.

Echo og the Bunnymen voru frábærir. Þeir tóku hits sjó, án þess að væla nokkuð yfir. Lukklega var ég að pissa og kaupa bjór þegar þeir tóku Villiers Terrace, ég þoli ekki það lag, ég þoli ekki Crocdiles plötuna, hún er forvondur andskoti. Fékk mér nýju plötuna, daginn áður, enda gat svosem verið að þeir tæku ekki nema efni af henni. Hún er ágæt, og það gladdi mig mjög að þeir tóku amk þau tvö sem ég er einna hrifnastur að, singulinn Stormy Weather og svo In the Margins, sem power ballaða einsog þær gerast bestar, hookið í viðlaginu étur mig. Hitsin voru vel og skemmtilega flutt, með litlum flúrum og viðaukum, en öllum haganlega fyrir komið svo mér leiddust þau ekki. Síðasta lag, fyrir uppklapp, var The Cutter. Það var svo gott, að ég poppaðist upp! Það hefur lengi verið mitt uppáhalds Echo lag, en nú, eftir þessa kvöldstund, orðið eitt af mínum aluppáhaldslögum; ég þarf að endurskoða topp tíu lögin, sem ég birti í desember hér, þarsíðastliðnum; Cutterinn fer inná hann held ég barasta.

Doors koverið finnst mér vond hugmynd, það vita allir með eyru að þeir eru Doors fantíkerar, það þarf ekki að stimpla það svona rækilega inn.

Meðan Elbow lék vorum við Siggi, sem er minni einasti konsert böddí, frammá gangi að segja hafnfirðingabrandara, einsog hipstera er siður.

Badly Drawn Boy var með gott band með sér, og Damon fór á kostum í stage banteri, það var eitt það fyndnasta sem ég hefi heyrt nokkurntímann. Kom mér á óvart að hann væri svona performer, væbið var frekar að hann yrði í felum bakvið húfuna – sem er reyndar búinn að skipta út sýndist mér. Hann minntist á fyrri heimsókn hingað, en ekkert á að hafa hitt mig og Níels á Subway, varla við að búast kannski. Ágætt prógramm, en ég saknaði You Were Right, þess ágæta rokkara. Rúllið úr að því virtist, en var ei, impromptu Like A Virgin í Silent Sigh var glæsilegt og skondið. Hann er góður, hann er vinur í neyð.

Hvernig var þetta, var þetta gaman?

Ef ég verð i stuði á eftir, þá skal minnast á þá fallegustu bók sem ég hef nokkurn tímann eignast. Hún er svo falleg að ég táraðist á leiðinni heim, í lestrar pásum á laugardag alla leiðina heim frá Braga.
Ykkar.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]