Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

laugardagur, maí 20, 2006

 

"Zombí

þannig fer svo gjarnan
fyrir þeim
sem best eru hæfir
til að rifja upp."

sigfús bjartmarsson, Zombíljóðin, úr nr.15

Ég er farinn út: “And I'll meet the ones between us, and be thinking 'bout you...” T. van Z. Grátt helvítis gaman samt, ég vaknaði í morgun hjá Lukaszi – og Inguló, sem sadly var ei þar – útlítandi ans fokking litli svarti Sambó! Má víst heiðra guðina og Lukasz, að ég hafi haldið augnbrún! Hva' er ég ekki kominn yfir tvítugsaldurinn, má maður ekki drepast lengur? Hélt þetta artífartípakk væri meir sófistikerað en þetta. Anskot.

Æfingarnar, “Dagsverkin.odt” – þau nálgast svo Steinar, að það er engu lagi líkt. Það er bara því líkt, Steinari, engu öðru. Sbr:

“-- Veistu, sagði afinn og dró upp sígarettu úr ósýnilegum pakka milli sessunnar og buxna sinna, að það er djöfuldómur að... það er djöfuldómur að ala önn fyrir þessum vanþakklátu skrýmslum og djöfuldómur að finna ekki réttu píkuna að eiga þau. Og haltu ekki að það haldist í hendur, nei. Ég skal segja þér lífsgátuna og svarið. Ef þú sýnir eitthvað lífsmark, stráksi. Er þetta bara þurrkloft hjá þér? -- Æ, dreptu betur í, þú ert ans mamma þín!”


Er þetta ekki lifandi!?!

Afinn er auðvitað amma gamla, það vita allir sem hittu prestfrúnna, en... djöfuls Steinar. Hvadda ata hana auri? Mannstrangi. Ég!

Mér hugnast samt þessi (ó-)raunveruleiki hans, og sæti lagi að færa minn í hans búning kannski. Og ég elska orðið ans einsog sársaukann, þennan útbítta, tannförin í hendinni, semsé þögnina; blóðsæt og búandi í mér. Lafa-draslið sem birtist í þessu eipi: Ég hef bara lesið hann svo heitt undanfarið. Ég sýni ekki, og eyði, bútunum sem bera Richard Hell-heilkenni. Nei, Gvuð, hva ég digga hann. Og hornklofana og tilvitnanirnar og ljóðabrotin... [Godlike, en ekki þegar ég geri það.]

Er að lesa Sólón Íslandus eftir Davíð Stefánsson. Hún er ofnákvæm. Of nákvæm: Made for (Foreign) Market. En sagan, per se, spennandi og heillandi og minnir á fokking Birkiland. Ég er Birkiland, ég er Sólon, égerfokkt. Ég sýni þessi klassísku einkenni, ég veit að mamma myndi ekki digga að ég segði, segi þetta.

Ég er fokkt. Gee, but it's hard... thegar madur thagnar af thorsta svo hrægammarnir éti mann nú örugglega, leggst fyrir í alkahólskri vissu svefnsins... Fokkt og farinn út, and I'll meet the ones between us. – Ó, elskan, hvað hafa þau gert við blúsinn? Málað hann og sykrað fiðlum. Ekki meiða ykkur, ekki slíta strengina.

Conductor Paso. [Ég get verið fyndinn.]

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]