Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, júní 11, 2006

 

Þakkarorð til Alþingis

(brot, eða niðurlag)

"En um þetta tjáir ekki að tala. Þið fáið aldrei skilið að nokkur maður lifi til þess að vaxa og þroskast – ekki einungis líkamlega – heldur andlega. Sjónarmið yðar eru smá og auðvirðileg. Þau eru ekki einungis viðbjóðsleg. Þau eru djöfulleg.

Það má efast um hvort þér endist til að lesa þetta, því yður mun annað betur gefið en að sitja við lestur – ef þér eruð þá læsir og skrifandi – það hefur aldrei heyrst.

En ef þér eigið bágt með að lesa þetta, þá hef ég sannfrétt að skrifstofustjóri yðar hafi vonum fremur kynnt sér þær “konstir og hannyrðir”, sem heita skrift og lestur. Gæti hann svo stafað fyrir yður og stautað eitthvað úr þessu, smátt og smátt, milli þess sem þér skerið hrúta og dragið ýsur. Og ef þér hefðuð hug á að banga saman einhverjum refsiaðgerðum út á þetta, þá ættu að vera hæg heimatökin, ellegar þá að snuðra uppi eitthvert “paragraff”, sem passar. Sama er mér. Þér getið hengt mig eða skorið strax í dag eða fyrramálið. En það sem þér gerið, bölvuðu níðingar, það gerið strax.

Með fyllsta fjandskap og fyrirlitningu,

Sign.
23. marz 1946."

-- úr XI. kafla, Skammir eftir Skugga.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]