Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, júní 16, 2006

 

“Give your lover a call if your legs start to fail,

and he'll come break your fall: With a bed full of nails.”
TvZ, why she's acting this way

Undir eitt leitið ertu þar, speglast í gluggunum, / einsog himininn á stundum. Skrifaði ég undir áhrifum.

Og langt leiddur. Bara hugurinn ber þig hálfa leið, og restin lygi, einskonar uppskafningsháttur sinnisins, kannski dónaskapur, slagar uppí það. Hanginn í treflum. Dulbúinn augngotum, og róandi sígarettum. Þannig, þannig er ég betri, raunverulegri! – þessar súru, gulu tennur þjást. (Af raunverulegri þögn.)

Undanfarin kvöld, hef ég sýnt færni mína í pleimói. Þessa giskuðu nálgun, og blönduðu hárkollu mixtúru sem ég inntek náttlega, með sveppaðri einlægni, barnslegu innsæi reyndarinnar: hana á ég í fullu minninu. Raða. Raða. Um, eða meðan, tannburstun stendur, legg ég ætíð lokahönd á stöðuna, og úskýri svo fyrir Smálaugu, – sápulyktandi sílinu –, atriðið, hvert smáatriði, hvern kaktus á fjórðu hæð bókahillunnar. (En ekki ömurleikinn bakvið staðsetningu við Svo kvað Tómas.)

Já. (Vinskapur. Varla neitt betra, að það sé týnt. Þú varst bara að grínast. Sjálfur.)

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]