Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, júní 12, 2006

 

I hate the Stones, I hate blues, Eddie Cochran and blue suede shoes,


syngur Lawrence, úr Felt, á Denim singlinum Middle of the Road. Grípandi gott og fyndið. Einsog Clash, dissar hann ekki Kinks, en í textanum eru næstum allar heilagar kýr teknar fyrir, þó ekki neitt djúpt, bara þetta: Ég hata. Lawrence hatar, bara til að nefna nokkuð, “early” Dylan, Marvin Gaye, Otis og Arethu; rokk og ról, soul og funk; kók, spliff og riff! Svo náttúrulega blúsinn: Leadbelly og Hooker. – Middle of the Road, er svo bandið sem gerði Chirpy Chirpy Cheep Cheep! Það er pointið, konseptið með Denim skilst mér. – Helvíti gott. Fyndið. Back in Denim plötuna er nýbúið að gefa út aftur, ég þarf að finna mér eintak af henni. Síðan í haust hefur mig verið að dreyma sumarið undir því frábæra lagi Summer Smash, með sömu hljómsveit, sem ég nappaði af þessari Felt síðu (Summer Smash, er undir Related; mæli með þessu poppi).

Þennan singul fékk ég á Stóru Diskasölunnin hans Dr. Gunna, auk þessara:

Julian Cope – Jehovakill (ein af stóru Julian Cope plötunum sem ég hef aldrei rekist á)
Robyn Hitchcock – Perspex Island (ég er orðinn húkt á Robyn, kaupi hvað sem er)
The Pooh Sticks – The Great White Wonder (ágæt við fyrsta rennerí)
Shangri-Las – Leader of the Pack (comp, sem mér líst ekkert of vel á)
The Soft Boys – A Can of Bees (debut, þessarar Hitchcock hljómsveitar)
Choclate Watchband – Best Of (þekki margt, þeir kovera tvö uppáhöld, ágætlega: Baby Blue og I'm Not Like Everybody Else)
Left Banke – Complete Recordings (veit ekki hvað Gunnar er að spá að selja þennan á 8oo kall; sjá – þetta er eitt af örfáum raritetum sem finnast á geisladisk)
Desmond Dekker – Israelites (comp, sem virkar illa á mig)
The Go-Betweens – 16 Lovers Lane (Streets of Your Town var lengi það eina sem ég þekkti, frábært lag, en svo lést einn þeirra nýlega, þá fóru öll mp3-bloggin að hæpa, ég er að fíla þetta)
Safnplötur: Pebbles – Vol. 3: The Acid Gallery (og reynist mér líklegast einsog fleira af sama sauðahúsi, illa); Dubwise & Otherwise: Blood & Fire Audio Catalog (á reyndar flest af henni, en það er aldrei nóg til...)
nokkur 100 kalla prómó: Vashti Bunyan – Lookaftering (sem allir eru að tala um en ég aldrei heyrt)
Ray Davies – Other Peoples Lives (bara, gaman að eiga, þó það sé alveg sama platan)
Rufus Wainwright – s/t (til að gefa Örnu, ef hún hringir eftir henni)
The Damned – Anthology '76-'87, tvöfaldur (mig vantaði New Rose einsog motherfokk)

Og loks feitan Love pakka: Arthur Lee – Vindicator (sóló plata, eina sóló platan, sem mig hefur lengi langað að eignast)
Love – False Start (átti amk helming á safnplötu, tjékka á restinni)
Love – Black Beauty & Other Rarities (hafði downloadað megninu á Örnu tölvu, en gat ekki látið þetta framhjá mér fara). [Nú vantar mig bara Out Here og Five String Serenade, og þá er Love öll!]

Þetta var ekki nema 378 krónur á disk! Doktorinn verður ekki ríkur af þessu, tel ég. En nú bara bíða þess að hann fari að grisja vínylinn sinn.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]