Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, júní 18, 2006

 

I was fourteen and a half,

and it wasn't no laugh!
Baby, – richard hell – love comes in spurts
(oh, no, it hurts!).

Ímynda mér úr grunninum, minninu. Því fylgir hausverkur, og uppvask. Nikótíneitrun næturinnar, – sem var löng og mikið til tilefnislaus næturvakt, tilvalin til rækilegrar eitrunar, – er að mestu að komast í sama horf.

Og það hefur allt að gera með Helvíti. Grunnsins málsgreina pollur gárar, undir drullulitum framkvæmdum (drengja, sem athuga vírnetin, og hafa ekki annað en smásteina). Á teikniborðinu krús og bakki.
---

Þess utan, eru það Ronja og Abba, vinkonurnar, skandinavískar eiturgellur, og systir mín, syngjandi, dansandi. Smálaug leikur rassálfa, Agnetu og Björn; syngur með Prumpulaginu og hummar með Knowing Me, Knowing You ("A-haaaaa!"). Ég er broskall, broskall í kvöld. Fylgist að, og fylgist með.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]