Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, júní 15, 2006

 

Thought that I'd been on a boat, 'till that single word you wrote.

That single word it landlocked me, turned the masts to cedar trees
and the winds to gravel roads.
josh ritter – idaho

Þoli ekki þennan varg, þessa fokking mávasúpu fyrir utan gluggann. En hvað er andaparið að hanga hér? Þau læðast alltaf uppað gugganum þegar ég stend þar, einsog álka, skoða memmér rauðu maurana sem búa í honum. Um daginn gengu þau framhjá, hægt, og horfðu á mig frá hlið: Gogg þeirra nam við ömurlega runnana, grenitréð, bílskúrana, körfuna, rólupörin tvö og vegasaltið sem ískrar í. Mannlausan garð, eða flæmi. Sem nemur einum skugga blokkarinnar. Stundum.

Þoli ekki þennan varg. Hvað eru hettuávarnir að spá, að hanga með grálitum, rauðeygðum illfyglunum? Skrýtilegt kombó, en svo!, maðurinn er ófróðari en eðlið. Og þessi, ykkar ég, fettir ekki fingur útí það, sem fullnast í breiðsíðu tímans. Vængjaslátt!

Hvar eru eggin sem ég gróðursetti í vor? Eða haust, sumar. Hvar er skurnin sem ég muldi, muldi útúr mér á ömurlegum nóttum? Hvítan mín? “Sjálfgerðir fjötrar / eru traustastir fjötra,” segir Sigfús, og þannig líka: “að hálsinn sem sjálfkrafa laut undir okið / [væri] tryggilegast beygður.” Sleipur á stokknum. Það var vitlaust gefið. Aumingjar, svíðingar, brýnið nú áður en mér fellur hugur, ég hef fullar hendur fjár, og heimsku til að blöffa. -- Uxabjánaskapur, já, en ég elskaði uppskeruna!

Þoli ekki varginn. Mýský sem kallast á yfir hamborgarbúllunum, lúsugt og síétandi. Þeytir sólópróf eitt beinið, inná mér, allskonar steypur og sjóðandi bik. Vargur, ég er uppgefinn og útmálaður. Vargur.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]