Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, júní 13, 2006

 

'Við Albert komum híngað fyrir rúmri viku og höfum aðallega

haldið okkur á pubbnum, því hvert annað er hægt að fara á svona stað? Svo við leituðum á pubbinn þegar við vöknuðum, því ef pubbinn veit ekki kvað um er að vera, kver þá? Nema Butler sagði að pubbinn yrði ekki við í dag.

'Yrði ekki við? Kvar ætlar pubbinn að vera?

'Hann sagði að pubbinn ætlaði að skreppa frá og yrði ekki við í dag.

'Skreppa frá já? Verði honum að góðu!

Sáðmenn, (1), e. Steinar Sigurjónsson

Pósturinn færði mér frá Bookie Wookie, þessa öskju og öll sjö bindin. Kann ég öllum hlutaðeigandi kærar þakkir fyrir, og leggst í lestur.

Albert, Herbert, Gilbert og Hábert, þeir félagar ætla að skemmta í kvöld, uppúr klukkan tíu, í einbreiðu rúmi. Farið verið á flug, setið upp við dogg, reykt og pælt, ef tími gefst til dregið ögn frá tjöldum tilverunnar, skyggnst í myrkviði og ofsjónir. – Kannski var öllum öðrum hlýtt, en mér hlakkar allavegana til!

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]