Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, júlí 28, 2006

 

Die a man or a martyr – the two would be nice.

steve harley – the best years of our lives

En þetta holt, býður uppá tvöþúsund leiðir, öll útskotin fullnýtt fyrir göngu, ég get nýtt göngubraut eða stöðvað bílana, eða ekki séð neina, eða fáa. Ég get gengið fyrir eða aftan, fram og tilbaka. Hingað-þángað; og þó leiðin sé ekki sú sama, er markmiðið í sjálfu sér skýrt í huga mér, X-ið er eitt og exið er annað. (Það sem birtist mér, lýsti, og skein svo skært, er orðið að hlut, hlutverki í lífinu. Mér líður fimmtán stundum.)

En – og þetta átti að vera svo knappt – ég kemst ekki yfir það, nafnið Klambrar á samnefndum leikskóla. Ég verð, ÉG fokkin formæli því á holtinu mínu. Hata það á holtinu mínu. Það er svo rangt, svo ljótt og vitlaust, að mig sundlar, ég gleymi stað og stund, orka mín einblínir, einstímir, á þetta misrétti (heimskt, einsog önnur misréttismál). Þoli það ekki svo, svo... svo ég jafnvel gleymi Leilu Khaled, sem hefur er orðin ein mín helsta uppspretta hugarflugs. Lýtaaðgerðir! Handsprengjuhringir og fegurð: blýkúla augnanna.

En – og þetta átti að verða svo knappt, maður! – nafnið... þessi aðgerð, að mér finnst, aðför að mér, persónulega, er tja, motherfokking böl, orkar mæðandi, gerir mig móðan af bræði, nafngiftin bara bölmóður.

Ó, einn morgun, eftir gjörningaveður, munu böndin kannski beinast að mér, jájá, mér er sama. Og líka treysti því, að þið þegið um þessa víslýsingu, yfirbendingu, þið eruð það ágæt. Ágætt fólk.

Plús, ég verð laungu búinn að raspa niður fingraförin mín, ofan á fisk handa börnunum, áður en nokkur finkan er komin í símann, búin að leggja saman tvo og tvo.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]