Þegar ég hlusta á
Brett Smiley, er mér næsta ómögulegt annað en að ganga um, mæma sönginn hans með öllum þeim vara-stælum sem mér eru mögulegar. Eins kemur fram í hreyfingum mínum allt það 'camp' sem mér hefur lærst af Raymond og öðrum gervi-hommum. Hendur verða stökkar, hanga samt stundum útí loftið, en annars beinstífir fingur. Litlufingur.
Þið hefðuð átt að sjá mig hella uppá kaffi! Með '
Pre-Colombian Love' og '
Queen of Hearts' á fóninum, í eyrunum.
Veröldin er spilastokkur, og mismunandi gefið. Smiley fékk þessa gáfu, sem svo týndist í nokkra áratugi. Jobriath er ágætur, en '
Breathlessly Brett', er á hærra plani. Jobriath hefur aldrei komið mér í svona stuð; nema kannski með '
Take Me, I'm Yours' sem er sadó-masó, einsog það gerist best. (Morrissey hafði ekki betri smekk en svo, að lagið er ekki einu sinni á þessu compi sem hann gerði af Jobriath efni. Hvurslags sauður er maðurinn?)
En Brett, það er bara þessi plata, sem aldrei kom út, nema fyrir nokkrum árum, og þessi yndislegi singúll, '
Va-va-va-voom' – það er það eina sem liggur eftir hann! Guð hvað kókið hefur fært okkur mikla gleði. Öðrum; og mér í eyru [gleymum, gleymum...]
Ef ég liti í spegil,
sæi ég mig svona (þegar Brett er að blása í eyrun á mér). (Sjá mynd.) Djöfuls darling. Andheit rödd þín, ungfrú Brett Smiley, gefur mér aðra mynd af sjálfum mér, og göngulag! Jafnvel kynhneigð. Minnið mig á að sjá þessa soft-core klámmynd sem hann lék í.
Leggir þínir og ég að spila Solitaire. Allt til þín, skál. Skál í botn og klárum allt í nótt.
>