Í fyrndinni bjuggu tveir flugmenn til vængi handa sér. Daidalos flaug gætilega um miðloftin, og hylltu menn hann, svo sem vera bar, er hann lenti. En Íkaros flaug um háloftin, áleiðis til sólar, þangað til vaxið, sem batt saman vængi hans, tók að bráðna, og hans flug endaði með skelfingu. Fornir höfundar segja, að hann hafi aðeins gert þetta “til þess að sýna sig”. En ég kýs frekar að hugsa um hann sem þann mann, er hafi leitt í ljós alvarlegan smíðagalla á flugtækjum þeirra tíma. Og svo er það og í vísindunum. Hinn varfærni Daidalos beitir kenningum sínum aðeins þar, sem hann er viss um, að þær komi að haldi. En einmitt fyrir varfærni hans haldast hinir duldu gallar leyndir. En Íkaros reynir kenningar sínar til hins ýtrasta, þangað til ágallarnir blasa við manni. Og er það af tómum galgopaskap eða hégómagirni? Ef til vill að sumu leyti, því að mannlegt eðli er nú einu sinni svo. En þótt honum sé ekki ætlað að ná til sólar og ráða að fullnustu gáturnar um eðli hennar og gerð, ættum vér af ferð hans að geta ráðið í nokkrar vísbendingar um, hvernig vér ættum að smíða oss betri vélar.
Arthur Eddington, úr Undur Veraldar. [Brot úr einhverju öðru verki, 1927.]
Djöfuls útúrsnúningur.
>