even now looks like I hit the jack pot;
I just need you, baby, that's my long shot.
I can sing no more.
humble pie – say no moreÞað er komið aftur, stundin þegar ég legg hlið þrjú af hinni ömurlegu plötu Eat it! með Humble Pie á fóninn og spila “Say No More” aftur og aftur. Armurinn er einsog ellefti fingurinn, nálin auga sem ég kíki gegnum.
“Og það sem ég tróð uppí nasirnar á mér, það var ekki að hjálpa mér rassgat. Því þú hélst á grásál minni í hendi þér; það rann í gegn einsog silfraður sandur...”
---
Datt í hug að gera goðafræði úr þessum útbrunnu poppstjörnum sem ég elska. En yrðu ekki of margir Díonýsusar? Marriott yrði guð hins óútreiknanlega fyllerís. Finnst mér núna. Small Faces að einhverjum djöflakór. Ég elska þá.
---
Fluglaug er komin heim. Það var gaman að sjá hana, heyra frá dýragarðinum og tívolí. Hún er svo stór, að hún fékk inni í fáránlegustu tækjum.
Ég sagði aldrei að hún væri farin, var það? Enginn hefur fagnað mér eins, enginn hefur fagnað mér einsog ég fagna öðrum. Hvorki eftir þriggja mánaða útilegu eða meira, hinummegin við allt, sem eðlilegt getur talist.
Það er enginn einsog Fluglaug, finnst mér. Átta ára snilld fyrir mann einsog mig – eða þig.
---
Þetta er þrítugasta sinnið.
"Ef þú ert fótur, þá skal ég vera sokkur."
>