Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, júlí 31, 2006

 

You read from “A Season in Hell” but you don't know what it's about.

felt – sunglight bathed the golden glow

Leit í frönsku þýðingar Jóns Óskars útá svölum, og í rúmi Ljóðlaugar, og niðrí kjallara. Er að líta, er kannski nærtækara orðalag. Átti að lesa þetta fimmtán ára; amk Rimbaud. Þetta var alltaf uppi í hillu – víst, þó enginn hafi kannast við hana þar nokkurntímaverandi í kvöld! – og, ætli titill einsog Ljóðastund á Signubökkum, gæti hafa hugnast mér þá? Nei. Ómögulega. Það hljómar einsog vond hugmynd, íslenskt skáld á Signubökkum, sveitamaður með sinn íslenska lýsislampa. Nei, takk. Og ég tala af reynslu, hafandi misstigið mig þar.

Einkvað Þó líði ár og öld mót Walk Away Reene. (Svo augljóst, svo augljóst! Svona skemmti ég mér.) Þannig var það, sykur – segi ég hér, sem hef líkt Vatnshól við Sacré-Cœur! Raunar stend ég enn með þeirri pælingu.

Jón Óskar fer vel með Rimbaud, sérstaklega prósaljóðin, held ég, engan samburð hafandi. Mér finnst textinn fallegur og grípandi, líktog ég ímynda mér þau eiga að vera. Orðgnótt, sem er góð.
---

Næstu helgi á ég von á gæs í Kolaportinu – ég átti ekki fyrir henni í gær. Það var óreglu að kenna, en næstu helgi fæ ég Óreglu. Meir síðar.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]