---
Mjórödd: Ég er bara latur.
Latur: Lángar í blund.
Sönglandi: Ég tími samt ekki að lúra þegar ég hef loks fengið jökul.
Hárödd: Gott.
Sópran: Gott og vel.
Hummun: Já, híngað er ég loksins kominn.
Hversdagsrödd: Hérna mun ég verða.
Jöklarödd: Það ropar dáldið og rymur í ófreskjunni; það vantar ekki geðíllsku í blessað frumtröllið.
Latmæltur: Ég fæ mér bara blund ef fer að fárfjúka úr frostíllskunni.
Geispandi: Ég er svo blundkær og sæll eins og eftir góða máltíð.
Strigabassi: Hann er alltaf svo góður súri blóðmörinn, en bestur er hann þó svona klakaður að mylja í rólegheitunum.
ÁSTA: ---
Undrandi: Brakandi ísél og freðinn súr og samt blundsætur eins og úr heitri kvöldsteik?
Páskarödd: Ó! hefur eitthvert frumtröll talað upp um barka jökulsins fyrir þig; þú ert svo skrítinn!
---
steinar sigurjónsson, Síðasti jökullinn, TMM, 2-1977.
Fæ ekki nóg, hef lesið þetta smáleikrit þrisvar í dag. Það er enn jafn fyndið.
---
Hef núna, undanfarna viku eða tvær, haft uppi við á kommóðunni við svalahurðina hina ágætu, drepfyndnu bók Hjartað býr enn í helli sínum eftir Guðberg Bergsson. Það er mér enn ráðgáta hversvegna hún hefur ekki verið kvikmynduð, ég held það yrði besta bíó allra tíma. Ég sé ekkert nema bíó í henni. Ímyndið ykkur atriði einsog sápulöðursfylleríið, eða hjá Jóunum og kellingunni? Það yrði kostulegt. Eða bara Dóra, sú arga tík og sleikjósökker, hin illþefja Dóra litla á bakvið og Día, svo sæt og lítil. Atriðin á Hlemmi? Vist "mannsins" á lögreglustöðinni, það góða atriði, það ágæta Chaplin atriði, þegar hann lendir aftur í klefanum? Þegar maðurinn faðmar tunnurnar? Díalógurinn, bara hann í sjálfur, ígrundið það! Óskar og Pálmar hvorki meira né minna.
Annars er ég að lesa gömlu útgáfuna. Er að reyna að ímynda mér hvernig Guðbergur hefur breytt henni þarna síðast, að hvaða leiti og hverju. Orðalagi kannski, það heitir ekki allt sömu orðunum.
---
Annars voru þeir um margt líkir, Steinar og Guðbergur, að efnisvali og öðru, en kannski helst hverju og hvernig þeir sögðu frá.
>