it’s with me wherever I go.
love – august Arthur Lee er dáinn, lést í gær, þriðja ágúst, eftir langa sjúkrahúslegu. Það er ekki margt að segja.
Ég var svo heppinn, að fá að sjá hann á tónleikum. Það var ótrúleg upplifun. Að sjá mann sem stóð svona innilega með efninu sínu, hverju textabroti, klappa og brosa; að heyra Forever Changes í heild sinni, með þennann front-mann.
Togstreitan í lífi Arthur Lee var rosaleg. Hann gerði hver mistökin á eftir öðru. Auðvitað veit ég ekkert hverjir þessi mínusar og plúsar í hans lífi voru, en 'False Start' og fleiri hugtök voru honum hugleikin, og það eftir að hafa greypt í stein meistaraverk! Það hallar undan fæti og svo deyrðu.
Já, ég er leiður, gegnum árin var hann orðinn einsog vinur, rödd sem hvíslar – “you pick me up when I'm down,” segir einmitt í 'August'. Television-dagurinn er orðinn að Love-degi. Merkilegu lífshlaupi er lokið, eitt af þessum sem ég hef lesið hvað mest um, þekki hvað best, legend-lygina framogtilbaka.
Fyrstu fjórar plöturnar frá Love, eru eins öðruvísi hver gegn annari og þær eru margar, núna þegar ég hugsa um það, hallast ég að því, að það séu að miklu leiti persónutöfrar Arthurs sjálfs sem gera þær allar samt stórgóðar, hverja á sinn hátt. Nema að hann hafi verið sjéní, sem er ólíklegra.
Merkiskall er látinn; mér er skylt að þakka og votta virðing mína, annarsstaðar og í hljóði.