Manstu, þegar ég klæddi mig í gömlu gönguskóna af mömmu, þessa með hárauðu reimunum? Í minningunni er það fyrir hádegi, sem er rómantískt í sjálfu sér, Í Ólátagarði gott veður og stelpur að sippa. Um helgar fylltist gatan af krökkum sem annars sáust ekki. Kannski til helmings pabbahelgar og svo ömmur og afar dettur mér í hug. Man ekki eftir nema einum sem fékk að koma með okkur. Hvað hét hann aftur? Afi hans var algjör karakter. Sá alltaf Baxter (hét hann það ekki? og hundurinn Saxi?) úr Dagbók Dadda fyrir mér einsog hann. Teppin í sögunni og í raunveruleikanum uppá Íslandi voru eins, það er eins skítug. Ég veit ekki enn hvað Waxminister, eða hvað það hér, er. Hvað er það?
Í eintakinu mínu á að vera, ennþá, nafnspjald frá hestaleigu útá landi, með upplýsingum sem aldrei komu að neinum notum. Það væri samt fyndið að hringja þangað núna. Eigum við að gera það?
Já, er hún enn á Stuðlum?
Haha. Nei, auðvitað, ekkert til að hlæja að.
Þetta var að sjálfsögðu nokkrum árum síðar. En ég var enn að lesa Dagbók Dadda. Fyndið þegar ein bók, og þessi bók, einkenni svona ákveðið tímabil sem nær yfir mörg ár og að tímabilið einkennist af svona miklum breytingum, rosalegum breytingum. Hinn tíu ára er barn í huga þess tólf ára.
Manstu þegar þú fékkst Larry Johnson skóna?
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]