– Leggurðu mikið upp úr ídeum?Það er líka fallegt sem hann segir um Stein Steinarr, og góðar sögur um margt og marga, og loks óbeisluð (eða kannski fullkomin?) hnyttni í frábæru viðtali Odds Björnssonar við Sverri í Steinar og sterkir litir – sem ég loksins greip og skoðaði, eftir næstum tugaára hatur því hún var ekki um steina og dýrgripi tímans, einsog bókin sem ég skoðaði í heimsókn eitt sinn í öðru bæjarfélagi. Nei, nei, hún er ágæt. En nú langar mig að finna viðtalsbók Matthíasar Johannesen við Sverri. Þar mun leynast, ójá. Uns þá, mæli ég af heilindum með amk þessum kafla Steina og sterkra lita. Klykki út með og tek undir:
– Ég get að minnstakosti varla hugsað mér ófrjóan listamann. Ætli það sé ekki svona álíka mikil skynsemi í því fyrir ídeusnauðan mann að ætla sér að gera listaverk og að halda hryssu undir geldan hest? Hitt er svo annað mál að ég legg mesta áherslu á vinnuna – ég myndi kalla það vinnuna við málverk sem hefst á því stigi sem margir hætta og telja sig hafa lokið við listaverkið. Þá er einmitt eftir að sigrast á því, og það getur kostað mikil átök. Listamaður getur ekki sniðgengið hreinsunareldinn – og gerir það varla.
[Steinn Steinarr] var dæmi uppá hinn ósveigjanlega mann sem aldrei er til sölu. Því hefur verið haldið fram á prenti að listamaðurinn Steinn Steinarr hafi verið annar – og betri – en maðurinn Steinn Steinarr. Þetta áttu víst að vera einhverjar málsbætur. En þetta er auðvitað meinloka, enda eru miklir listamenn ætíð miklir menn, þóaldrei þeir séu rónar í augum þeirra sem iðka siðgæði sem sport og sprottið er af hugleysi öðru fremur. Hann var drykkfelldur. Og hann var fyrir utan hringinn. Hann lét að vísu ýmislegt eitrað fjúka um suma menn, en það heldur ekki að tala fallega um suma menn. Það á að segja ljótt um suma menn. Það á að berja suma menn.>
Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]