Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, október 20, 2006

 

Var að finna þessa plötu í plötuhaugnum – þarf annan diskatower nauðsynlega – djöfull er hún mögnuð (sjá link og review).

Þessi assembly line pæling Gordy er ekkert grín, hann virðist hafa notað hana í fúlustu alvöru, og þannig – auðvitað, kannski – náð að framkall þessi meistarastykki (einsog Henry Ford). Að heyra Stevie Wonder taka Supremes, það lætur mann gleyma Supremes – og öfugt! Það væri hægt að stroka út söguna og setja þessi lög inn, og veröldin væri eins, ekkert hefði í skorist, merkilegt!

Þetta lið ætti að fá einhvern Nóbel. Allir þekkja lögin, en þessi plata er borðliggjandi sönnun þess hve fáránlega fjölhæft, bæði bara the Wrecking Crew og svo lagasmiðateymin voru, að ógleymdum náttúrulega sjálfum flytjendunum.

Uppáhöld eru númer 17, 2, 15 og 14.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]