felt – the day the rain came downÁ Rauðarárstíg við Hlemm, reyndi umboðsmaður bifreiðar að örkumla mig. Þessa stund sem allt var stopp, benti hann, örugglega hróðugur í huga en með eðlisfullum, varanlegum og hinum ljótasta munnsvip, á rauða kallinn. Og fór leiðar sinnar, kannski sigrihrósandi. Sjálfur sýndi ég frammá, með löngutöng, að það hefði verið grænt á mig, er þetta fyrsta samskiptaskref okkar var tekið.
Gremja mín er – í sjálfu sér – lítil, ég bara hata þetta pakk.
---
Nýmynd býður uppá dýrasta tóbak sem ég hefi fundið. Það var þrúgandi þögn þegar ég gekk inn – þó það væri eitthvað í sjónvarpinu. Í það minnsta horfði Halli öskukall á það úr sínu venjulega laugardagssæti. Brjóstamikil, óvenju hausstór stúlka afgreiddi mig í sem fæstum orðum. Tók dræmt í þakkir mínar, einsog reyndar Halli kveðju minni.
---
Dagurinn fór svo í Sparks, Hello Young Lovers; Iggy Pop, New Values og Lust For Life; smá Felt, Stains... og samanburð, undir kvöldmat.