Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

 

But when you quit, you quit, but you always wish

that you knew it was your
Lou Reed – last shot

Fékk loks Jarvis, sem ég fokkaði upp að panta, núna um daginn, í Skífunni, í dag. Hún er góð, jafnvel betri en Hello Young Lovers, og þannig, í mínum ný-svelta haus, plata ársins. Af því sem ég hafði ekki heyrt, er Tonite það magnaðasta, er jafnvel Pulp-lag; það rímar að minnsta vel við síðustu plötu þeirra, er jafn heilsusamlegt og jákvætt (sé þannig á litið).

En plata dagsins er samt Legendary Hearts, leðurhomma, mótorhjólaplata Lou Reed, sem var að klikka inn hjá mér í morgun. Hvílíkt! Starostin – sem hefur ekki flett henni upp enn – er voða, voða hrifinn af The Blue Mask, ég á hana – á hana! – og segi, með sannleikann mín megin, að sú slagi ekki nálægt Legendary Hearts. Það er sami mannskapur á þeim báðum; Robert Quine!

Á Legendary Hearts (1983) er þetta sánd, sem Blue Mask reyndi við, komið betur á koppinn, veit hvert það er fara. Hún er hefur meira popp, er meira katsí; hún hefur sterkara konsept (þori ekki þangað!); hún er í senn háværari og fallegri.

The Last Shot, Bottoming Down og titillagið er hápunktar, mæli með þeim: eðalfínt og skært gítarrokk. Og yfir malar poppskáldið sínar fallegu sögur.
---

Þema dagsins er kannski sidekick: enda Cocker með Richard Hawley, Reed með Quine, báðir meistarar, fyrrnefndir og sístnefndir.

[Topp fimm gítar-sidekick:
1: Robert Quine (Richard Hell, Lou Reed)
2: Mick Ronson (David Bowie, Ian Hunter, Bob Dylan, Morrissey)
3: Ron Wood (Rod Stewart, The Faces, Rolling Stones)
4: Richard Hawley (Pulp, Jarvis Cocker, All Saints(!))
5: Danny Thompson (John Martyn; reyndar á bassa, en...)]
---

Drekkti hljóðunum á hamborgarastað; fann minn stað, slafrandi, inná milli þagnanna, sem gera útaf við mann. Síðar.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]