that you knew it was your
–
Lou Reed – last shot
Fékk loks Jarvis, sem ég fokkaði upp að panta, núna um daginn, í Skífunni, í dag. Hún er góð, jafnvel betri en Hello Young Lovers, og þannig, í mínum ný-svelta haus, plata ársins. Af því sem ég hafði ekki heyrt, er Tonite það magnaðasta, er jafnvel Pulp-lag; það rímar að minnsta vel við síðustu plötu þeirra, er jafn heilsusamlegt og jákvætt (sé þannig á litið).
En plata dagsins er samt Legendary Hearts, leðurhomma, mótorhjólaplata Lou Reed, sem var að klikka inn hjá mér í morgun. Hvílíkt! Starostin – sem hefur ekki flett henni upp enn – er voða, voða hrifinn af The Blue Mask, ég á hana – á hana! – og segi, með sannleikann mín megin, að sú slagi ekki nálægt Legendary Hearts. Það er sami mannskapur á þeim báðum; Robert Quine!
Á Legendary Hearts (1983) er þetta sánd, sem Blue Mask reyndi við, komið betur á koppinn, veit hvert það er fara. Hún er hefur meira popp, er meira katsí; hún hefur sterkara konsept (þori ekki þangað!); hún er í senn háværari og fallegri.
The Last Shot, Bottoming Down og titillagið er hápunktar, mæli með þeim: eðalfínt og skært gítarrokk. Og yfir malar poppskáldið sínar fallegu sögur.
---
Þema dagsins er kannski sidekick: enda Cocker með Richard Hawley, Reed með Quine, báðir meistarar, fyrrnefndir og sístnefndir.
[Topp fimm gítar-sidekick:
1: Robert Quine (Richard Hell, Lou Reed)
2: Mick Ronson (David Bowie, Ian Hunter, Bob Dylan, Morrissey)
3: Ron Wood (Rod Stewart, The Faces, Rolling Stones)
4: Richard Hawley (Pulp, Jarvis Cocker, All Saints(!))
5: Danny Thompson (John Martyn; reyndar á bassa, en...)]
---
Drekkti hljóðunum á hamborgarastað; fann minn stað, slafrandi, inná milli þagnanna, sem gera útaf við mann. Síðar.
>
>