Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, nóvember 19, 2006

 
Að sitja andspænis Örnu á stóra tjaldinu, var merkileg upplifun, þekkjandi alla núansa, þykjast vita dulítið um innviði hennar, upplag og eðli. Hún stóð sig vel að venju, en hún kunni, veit ég, frá svo mörgu öðru að segja – myndin áttti auðvitað að vera um hana! Á einkennilegan hátt varð ég stoltur af henni. Ég er stoltur af því að hafa gefið henni að borða, keypt hráefnið, segi öllum sem heyra vilja.

Myndin, Sófakynslóðin, var áhugaverð og ágæt. Helst að það vanti hinn pólinn, að það hefði verið talað við þá sem eru á móti beinum aðgerðum, bæði löggumenn og td náttúru bla-blö-in, sem höfðu sig í frammi og tala gegn beinum aðgerðum. – En það er meðlæti með mótmælum, um þessar mundir, því ekki hægt að neita.

Síðar um kvöldið hittum við Örnu. Inni á börunum snjóaði fyrir utan.

Að fá að brynna þessum músum – ho ho – eða skenkja ölluheldur, henni og Erlu, kom mér á ægilegt flug, blómstraði allur svona umvafinn. Man ekki nokkra slíka vellíðan í neinum félagsskap í einu fjölmenni. Þessi stutta stund verður í minnum höfð, einn af hátindunum, essið mitt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]