Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

 

There's a place for abstract and there's a place for noise,

and there's a place for every kind of sound,
so come on now, tell me why there's a void.
felt – ballad of the band

Fékk sendingu frá amasón. Ein sú misheppnaðasta af mörgum, ég var bjórgrannur þegar ég pantaði. Man ekki réttlætinguna þástund, en pantaði ma þrjá diska sem eru í plötukössunum.

Pulp Peel-session platan stendur fyrir sínu, aðallega vegna hins magnaða Wishful Thinking – sem lesendur ættu að hafa nælt í hér um daginn – og svo vegna tónleika disksins (það er, ekki session).

Safnplatan Spurts, sem er nýjasta official heildarmynd af ferli Richard Hell er fín, en of mikið af efni sem ég átti fyrir. Bjórinn hafði talið mér trú um að, bæði væru fleiri lög af Destiny Street (sem Hell þráast við að leyfa endurútgáfu á) og svo hin útgáfan af Time og Don't Die úr stúdíói. Svo var ekki og olli mér vonbrigðum. Neon Boys er gaman að heyra, en ekki oft, og ég þekkti það í hörgul síðan úr Barmahlíðum. Dim Stars efnið er pælandi í, en ég er sjaldan í stuði.

Annað er gott eða ágætt, segi kannski frá síðar þegar melt er.

Gullmolinn í sendingunni er hinsvega Stains on a Decade, singla-komp frá Felt. Allnokkur laganna langaði mig að eignast, þó einhver væru á stóru plötunum. Svo kom það í ljós, að allt eru þetta sérstakar smáskífu útgáfur – nema Primitive Painters. Gullfalleg útgáfan af Sunlight Bathed the Golden Glow, með kvennröddun í kórus.

Lagið Trails of Colour Dissolve, er einnig stórgott – það hafði ég ekki á stóru plötunum. Það er frá fyrri hluta ferils Felt. Trommuleikur minnir helst á Tyrannasaurus Rex – með Tom Verlaine sem frontmann!

B-hlið á einhverri smáskífunni er Be Still, vögguástarvísu Dennis Wilson. Þetta kover kemur á óvart, aldrei hef ég heyrt Beach Boys í Felt. Þetta er annað af koverum sem ég þekki með Felt; hitt er læv taka af Bottoming Out Lou Reeds. Fá en góð kover, vel valin lög.
---

Ballad of the Band. (mp3) Meira í popp áttina, en sjálfsævisögulegt!

Space Blues. (mp3) Súrara (“I'm not adept with my fellow man, I'm bereft of skill, I'm a total sham”!)

Auka: Vasco da Gama. (mp3) Fallegt, en fjallar því miður ekkert um Vasco. Hentar hæfileiklausum sem vilja syngja með.

Auka Lawrence sjálf: Denim – Middle of the Road. (mp3) --- Go-kart Mozart – Donna & the Dope Fiends. (mp3)

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]