Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

laugardagur, desember 30, 2006

 

Dögun alls sem á undan gekk.

Dagurinn er af rústuðum toga. Þetta ógeðfellda myndskeið hjá mogganum af – verður maður að trúa – síðustu stundum Saddam Hussein, matar dauðabeyg og kringumspólar litla naflann minn í veröldinni. Og minnir mann á, hve ódýrt þetta litla skinn er fyrir viðkvæmni.

Það sannast hið fornkveðna: Someone has killed some mother's son today. Þessi frámunalega beitta staðreynd, orðuð af Raymond, gefur mér færi á, að vera fullkomlega og af öllu hjarta á móti stríðsbrölti, aftökum og gikkputtalingum hverrar þjóðar og heima; og þannig líka, verið á móti þessu óhugnanlega morði á manni með snöru, framkvæmdu af grímuklæddum púkum.


Annars get ég ekki nema dáðst að svipbrigðalausa andlitinu, sem stígur skrefið inná krossviðsplötuna, síðustu undirstöðuna og ekkert eftir nema helvítistogið; þessu höfði sem átti hvergi lengur höfði sínu að, að halla – nema augnlokasvörtum silkiklút morðingja sinna.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]