Þessi mynd – via EÖN einhverstaðar á netinu, ekki
heima hjá sér – minnir mig á frægt tilsvar hinnar fámálu ömmu Stefáns Jónssonar: Ég hef soðið verri mat á páskum. Þá hafði hún étið hryssu sem drapst fyrir jólin... um páskana. Stefán hafði fært henni máfsegg sem voru svo “unguð að þau flutu eins og korktappar í pottinum.” Þeim mættu alfiðraðir ungarnir bakvið eggjaskurnina – og átu sína tvo hvert.
>