Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, desember 24, 2006

 
Hingað hafa komið tveir menn með gjafir, án alls tilefnis kannski eða ekki, en í hvort skiftið var ég alls óbúinn til að gjalda nokkuð við. Það er pent sagt, ekki heppileg aðstaða og heldur óþægileg. Og ekki er ég sem móðir Pandóru, að ég eigi innpakkaðar aukagjafir með ómenguðu korti, nei nei. Nú nú, nýársgjafir verða þeirra. Og þakka þó fyrir.

Jólaplatan í ár, er ekki 40mín Jólahjól, platan sem ég smíddi um Father Christmas (það eru 29 ár í síðan þetta var nútími), Costa del Jól og bull mp3 jólabloggslög. Heldur þessi: þessi.

Hreint ótrúlegir söngvarar – eða söngvari. Sálmarnir, einsog ég þekki þá, hafa aldrei hreyft við mér, alls ekki ógeðs hvítramanna-sunnukóragospeldraslið heldur. En þessir nergar, þessir nergar! Samkvæmt innihaldi er mér gjarnt að trúa að Sam Cooke hafi sjálfur samið Touch the Hem of His Garment og Jesus, Wash Away My Troubles, rétt rúmlega 25 að aldri. En það er ótrúlegt! Þetta er rokk – jóðl og öskur. – Nokkur bónus-lög með ástarsöngvum (ma Lovable, I'll Come Running Back to You) draga eilítið úr gildi heildarinnar, þó og það séu falleg lög og vel flutt, en þau bera ekki sama kraft í skauti sér, sem er svo vís í hinum, “my Jesus” ástarlögunum.

Þessa plötu fann ég hjá Valda og gaf sjálfum mér. Hin gjöfin sem fór beint af korti í minn vasa, var Frakklandssaga Sölva Helgasonar. Torf! Þetta er kannski að meira en minna leiti kórrétt sagnfræði, en svo tyrfin og skringileg, að minnir helst á Skugga og krísínga og brísíngamen Freyju – sem ég hef ekki enn náð að botna í. Það vissi ég ekki að Jón Óskar skrifaði bók um Sölva. Hana mætti þá óska sér.

Eigið góða daga.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]