Klippan er ekki nema 2 mínútur, 24 sekúndur; það er ekki langt; og það er gott hljóð og falleg myndgæði: Townes Van Zandt flytur lag fyrir konu, myndavélar og svartan karl, á einskonar verönd, í einhverjum bæ. Van Zandt er búinn kúrekahatti og rauðum gítar, á fingrum eru apparöt til að pikka betur í strengina.
Þið verðið að komast að því, hvað það er, sem hér leynist. Og, hvort er ég bara svona ástfanginn, eða, er ég haldinn ofur-hluttekningu? Komist þið ekki við?
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]