Ekki man ég eftir veitingunum né sjálfu heimilishaldinu, nema þeirri gonggong sem kallaði okkur að borðinu, og saumaðri mynd með krosssaumi af blómum í gulum litum fínt saman stilltum. Þá mynd hafði gert Guðrún sú sem kölluð var karlmaður og var dóttir (sonur) Sveinbjarnar Egilssonar, en kynferði hennar hafði ruglast fyrir þeim sem áttu að ákvarða það þegar hún fæddist. Og hlaut hún að ganga með rangt ákvarðað kynferði alla ævi, líklega sér og manni sínum til nokkurs meins. Prestur nokkur, sem mig minnir að héti Þórður, bað hennar, en hún réð honum frá því að giftast sér. Samt varð af því að þau ættust, en engin urðu börnin nema hvað vinnukona prestfrúarinnar kenndi henni barn og gat hún ekki borið það af sér. Benedikt Gröndal getur ekki þessarar systur í Dægradvöl en allra hinna.
Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]