Langsteiktur og -þreyttur, hvílist og svitna, það er komið stutt frí og bækurnar hlaðast upp einsog óhreinir bolir hrúgast í poka. Á eftir, í kvöld, verð ég kominn austur fyrir öll fjöllin, rétt austan við jökulinn. Af tröppunum sé ég hafið svo langt í burtu. Hafið þar sem Ingólfur spýtti úr sér öndvegissúlunum; hann hafði ekki svo mikla trú á goðunum, leist bara vel á sig. En hingað, eins ótrúlegt og það er, hingað flutu þær og tók þrjú ár að finna; þaðan – héðan – fer ég í öfuga á nokkrum klukkutímum. En, pæling, ef Þveitin væri Tjörnin? Osfrv.
Uns næst...
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]