Stórmögnun en akústískt. Það virðist óvinnandi að finna plötuna selda nokkurstaðar, Le Beat Group Electrique. Eric bloggar, einsog ég linkaði á einhvern tímann. Nýjasta færsla hans fjallar um það – að skrifa á netið – hér. Mæli líka með arkívunum. Mæli annars með Wreckless Eric fyrir öll tækifæri. Hann er skemmtilega kærulaus suddarokkari, en inná milli leynast fallegri, hugljúfari lög, einsog myndbandið sýnir. Mitt uppáhald er The Final Taxi, um þá alsíðastu leigubílsferð sem förum öll.
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]