Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, júlí 30, 2007

 

Síðasta bloggfærsla ljóshærða drengsins


Ekki að spyrja að því, þegar allt leikur í lukkunnar velstandi, asnast ég fyrir einhverja hála dettu eða burstahönd, djúpt oní pytt týndra og unidentified. Röð eftir röð, mynd eftir mynd. Alltaf sami hnitmiðaði textinn – bara ártöl og staðir, eins mis og hver húðlitur. Eða, og verra, teikningar af arfagömlum fundnum líkum, cardigan eða jordan-sneakers, rústkeðja og kveikjari. “Thought to be...”

Og manni finnst maður vera að eyða tíma? Þegar tíminn er svo margslunginn, með undarlegum hverfum og glöppum! Að það sé eitthvert síðasta sinni? E i n h v e r f ó r í s k ó l a n n – o g h e f u r e k k i s é s t í s j ö á r?

Ég fannst á ruslahaug, löngu dauður og tekinn. Mögulega leit ég svona út. Á miða stóð að ég héti Patrekur Jónsson og ég ætti enga fjölskyldu. En hvað heiti ég? Hvert var mitt síðasta sinn? Hvar sáuð þið mig síðast? Og hvað svo?

Hvar sást ég síðast? Strákinn í búðinni hef ég ekki séð áður. Ég fór óvenjulega leið heim úr bænum.


Í gleraugnabúðinni.

Þar var ég raunverulega staddur, að því er virðist. Hitt eru bara túristar sem lalla hérna upp eða niðurrigndir.

Þar mátaði ég einhvern andskotann. Ákvað ég gæti eins valið trúða gleraugu, það verður nógu fáránlegt samt. Var hættur að sjá yfir götur (hverju hefði ég ekki getað reddað – hverju hef ég misst af!). Allt þetta mistur, það verður sjónarsviptir af því; skýjuð ímyndunin bara hráki með loftbólum og öllu.


Svo leyfði Siggi mér að heyra eitthvað af verðandi Sprengjuhallar plötunni. Allt óklárað, en það hefur alla burði til að verða stórgott verk. Mér leist sérlega vel á lagið sem er nefnt hér í titlinum. Geri þau orð að mínum.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]