Einsog rófan á halanum, elti ég líkmenn mína, sé þá í hillingum, finn fyrir tryllingnum, veð í kellingum, – nei, en ég óttast þessa götóttu dagsetningu: Nú þú, já, og niður með þig, andskoti! Þennan prívat pott. “Rifinn upp með rótum, gleyptur og garðsettur á morgun, dauðþreyttur kross hinn annan...”
Því hér er ég einn, pottumlyktur; einmana, meðan Erla mín vasast í finnsku í Vaasa. Hvílíkar monsúnvikur! Þrjár! Hversu marga útdrekkur einn maður þorstadrykk á þeim tíma? Ég slaga um þessa pottloksborg, – herre gud! – blautur í fæturna og langt upp undir eyru, með hárið í einskonar feitri kleinu, og krafl í smettinu, einsog tilgangslaus brandari. – – – Þetta, elskan, er vöknuður. – – –
Eirðar- og smekkleysi hefur hertekið mig. Herskildi ég bullsjóða. Tjörgun frestað. Stop. Ýtt á kaks-linn.
Yksi er einman-ast-ast-asta orðið mitt.
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]