Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, nóvember 09, 2007

 

þennan níunda nóv; fyrir ári: revisited


Vísifingur vinstri handar


klemmdist milli natni og skjólborðs í morgun. Það bendir ekki til neins nema þess. Sársauki er dómgreindarleysi, oft. Það var einhver eðlisfræði og klunnaskapur sem ollu mínum í morgun. Hönskumknúin iðja mín rauk oní svarthol, bitið einhver tonn. Ó, ég varð rangeygður af undran. Úr prísundinni, – í miðju veðursins, þegar það er ekkert – náði veröldin kyrrstöðu. Annars má það vel vera, að það hafi verið ofsansríki og ískuldi hans níst, að rosabullubjörg- og fell hafi þotið um himininn allan, leikið sér og brugðist í myndir, sent sínar bunur um þéttbýlt útsýnið; það sjónarspil hafi litt klemmustund. Eða stillt, einskinsveður hafi bara verið ríkjandi, skilningarvit numið hverja bæringu sem ofsa.

En inni, við dropmálaðann vaskinn, náði kaldur flaumurinn til mín og vakti. Stara sporanna hvarf og mátti ég æmta smávegis; undan fingrabjörginni kom allt heilt. Fyrst blekkti mig húðangur, en það voru grunnir og upphleyptir pollar, sem nælonþræðir naga uppundir kjúku hins ríðandi mark-manns. Í straumnum hjaðnaði bólgan og nýfundin vitund lét í tjé verk. Flökrið varði lengi dags.

Ég batt svoleiðis um hnútana, að hinir komu í staðinn – mikið hlýtur sá einhenti að vita af gjörðum sinum. (Og laust við þumaltá haltrar hvert donna-skrípi.)

En í gær fékk ég flís í vísifingur hægri handar. Þá vann ég bara nálina öðruvísi frá mér. Það fannst engin flísatöng (en þær eru), og þrátt fyrir að finna oddinn með tungunni, var vonlaus pælingin að freista járnbíts til þess eins að slæva enn frekar vonir um lausn. – Einsog tíkall í sýrópi sat örin föst. Ég sé hana ekki lengur; gengin út einsog prinsessurnar á leið til hjartans kannski?

Þetta litla púst, skolta bit, finn enn fyrir því. Sumir bókstaflega sársaukafyllri en aðrir. Gæti skrifað allt með þeim: Bitið vakti mig, það er margt ljósara í þessum bogadregnu sársaukalínum. Meinhollt, alveg. – Púlsinn er þó að fjara út, verkinn mig plagar minnst stöðugan heldur en púlsandi. En, og þannig, svörin að lægja, því bara rétt gutlar á spurninni að loknu geltandi ölduróti.

Í fyrsta eða síðasta lið, hvernig sem litið er gullið, þar logar í týru. Og það voru ekki stáltaugar, ég hef þær ekki, það var uppljómun sem lamaði mig:

Veröldin er höggstaður. Um að gera að vera viðbúin, vinir.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]