Ronnie Lane hefði orðið 62ja í dag, fyrsta apríl, sá þægilegi músíkant og viðkunnalegi. Það hæfir að minnast hans með youtjúbi. Hann hafði gullið.
Blandan hans, enskt þjóðlaga kántrí sígaunað, stendur sig enn, móteitur gegn þessu bílavæli. Einsog hann söng, I'll fix the wheel and oil the axles, eða ég kem vagninum í lag og svo förum við. Skál þangað, Ronnie. (Ég vil taka fram að ég verð eiginlega aldrei sentimental gagnvart dauðum poppurum, en Ronnie Lane á eitthvað í mér, eitthvað mjúkt.)
Toppfimm sóló: April Fool, Barcelona, Annie, Done This One Before, Nowhere To Run, Tin and Tambourine, Anymore For Anymore, Anniversary, One For the Road og The Poacher.
Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]