Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, október 24, 2008

 

Um samrefsingu

nr.46

"Síðan um haustið [1737] spurðust stuldir Þórunnar Magnúsdóttur, er kölluð var hin tálausa; hún hafði stolið mat víða um Höfðaströnd og Viðvíkursveit og úr hjöllum út á Bökkum og Guðmundur sonur hennar með henni 14 vetra gamall; var þingað um hana í Viðvík hinn 15da dag Octobris, og hýddi hana Sigurður Bjarnason böðull, en hún var látin hýða son sinn."

Frá þessum hroða segir Jón Espólín, það hvein í höfðinu þegar ég las þetta; í skýringum er Þórunn sögð dæmd til kagstrýkingar, en son skyldi hún hýða með hrísi og “[r]efsingunni var þegar fullnægt”. Um hana segir Íslendingabók (mikið fer það í taugarnar á mér, að komast ekki innar, það er rétt svo að hún sleppi):

"Fædd um 1696 Látin gr. 18.3. 1758 Var á Dýrfinnastöðum, Blönduhlíðarhreppi, Skag. 1703. Stal fiski, smjöri og mjöli á Höfðaströnd, Laugalandi á Bökkum og Brimnesi í Viðvíkursveit, "henni dæmt húðlát", segir í Annálum. Ættuð frá Ystu-Grund, Skag. Varð sek um legorðsbrot, 3. júní 1723, með Guðmundi Klemenssyni í Flugumýrarsókn, Skag."

Eins ógeðsleg og refsing þessi er, sting ég nú samt uppá henni fyrir daginn í dag og næstu daga. Maður er orðinn svo sjúkur í hausnum og skrílslegur allur.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]