Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, janúar 09, 2009

 

Animal Farm

It's a quiet, quiet life, / by a dirty old shack, / that we called our home. RDD

Við búum ekki ein hér. Þau sem leika frjáls í dýragörðum – veröldina víða – utan við rim og stöng, net og búr – góna einsog við – þau taka sprett og sprett um nótt, meðan allt er hljótt, og Erla sefur og bækur lesast:

“Þannig var maður nokkur, Markús gamli á Hellum, einu sinni að leita að vaði á Hraunsá. Brú var þar enn engin, en plankar, sem þar höfðu verið, höfðu flotið af í vorleysingunum um vorið eða sjávarflóði um veturinn.

Meðan Markús var að ganga fram og aftur með ánni og leitast við að komast yfir hana á vaði, kemur til hans fugl einn fljúgandi, og segir fuglinn: “Viddi-ví? Viddi-ví?” Þetta skildi Markús sem svo hann væri að segja: “Viltu yfir?”, og kvað Markús já við því. Sagði þá fuglinn: “Vadd'údí, vadd'údí!” Markús lét sér það að kenningu verða, óð út í, en hakaði naumast vatnið, varð reiður við fuglinn og sagði: “Hafðu skömm fyrir! Þú ert að narra mig, ófétið þitt!” Sagði þá fuglinn: “Vaddu vodu? Vaddu vodu?” “Ójá,” sagði Markús, “en það er ekki þér að þakka, þótt ég hefði það af.” Sagði þá fuglinn: “Vidduði! Vidduði!”, og tók þá Markús til að vinda sig, og flaug þá fuglinn í brott og sagði: “Ó hæ! Ó hæ! Ó hæ!”

Fuglar tala og fuglar spá fyrir veðri. – Ég veit það er vetur. Við búum ekki hérna ein, deilum yl og skjóli, öll saman í sveitinni. – Milli þilja, milli blaðsíðna.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]