Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, janúar 16, 2009

 

Niður með þjóðabandalagið



Rakst á þessa mynd meðan ég var að kíkja, sníkja eftir Sigurði Haralz. – Hér, í þessu ágæta myndasafni, eru ýmsar fleiri gamlar prívat-myndir, fjöslskyldu-, sem hefur verið hleypt á skeið, útí netþráðbláinn. – Engin þeirra jafn bitastæð, en skemmtilegar engu að síður, tam Jónas litli Haralz í yl-hvítum sumar-smekk-galla. – “Músið” á hér hér að ofan.

Myndin dæmist, af mér, því ekki er hún frá 1900, sem einhverntíma milli þess sem 'helvítis' Þjóðabandalagið er stofnað um 1920 og þess að fyrsta skóflustungan var tekin að 'helvítis' Hótel Borg, 1. október 1928 (bls 301). – Í það minnsta sýnir myndin svo ekki um villist, að hefð fyrir skilta-mótmælum á Íslandi er, ef ekki rík, þá eldri en margan grunar.

Sem stendur er þessi mynd framlag mitt til mótmælanna, bæði í bænum – búinna og verðandi – svo og þeim sem verða á Egilsstöðum á morgun. Við Erla höfum engan bíl, bara hestvagn draumanna og allt það. Eftir byltinguna lofa ég að verða móralskt þunnur; rífa mig upp og sá frönskum kartöflum í plægðan akurinn; þreskja grasið og sjá um innkaup á norsku spítti, allt frá Tromsø niðrá Kristiansand. Meira um það kannski á morgun.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]