Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, janúar 23, 2009

 

Should I say it with flowers or should I say it with nails?


Þessar línur flugu mér í hug nú í dag, úr lagi Robyn Hitchcocks, Linctus House. Hvernig dílar maður við viðlíka fréttir og okkur bárust í dag? Er gleði einhvern vegin möguleg, því sigurinn er fólksins, ykkar sem kveiktuð eldana, þegar röddin sem fremur hana og veldur er sjúk? Óbragð í munni?

En, ef þetta hefði ekki orðið, hefði hann þá þráskallast við? Þannig hugsar maður. Með nöglum eða blómum. Og veit ekki hver maður alveg er. Þetta eru fokkt tímar þannig.

There's a thin line between being well and being ill,
that's what Julia told me and I know she always will.
I'm falling now, I'm falling.

Syngur Robyn Hitchcock á nýju plötunni, Goodnight Oslo, sem kemur út í febrúar. Alls ekki hans bestu línur, en oddly viðeigandi núna. Það er stutt á milli þess að sitja í stofum landsmanna og bulla í beinni útsendingu og þess að hafa rétt svo stjórn á eigin lífi. Þetta eru fokkt tímar.

You might have been a villain with a capital V [...] Doesn't matter what you was, it's what you is and what you is what you are.

Syngur Robyn líka og ég tek undir, núna er Geir bara venjulegur (loksins) og ég óska honum alls góðs – á sama tíma og ég fagna því að nátttröllið hafi orðið að steini, að kannski hafi háværum kröfum verið svarað. Án þess að geta vitað það.

---

Það er ár næstum síðan ég sá Robyn spila í London og þá spilaði hann Linctus House, það er af plötu sem er næstum jafngömul og ég. Þetta voru akústískir tónleikar, rafmagnaðir jú, en lífrænir, haldnir til heiðurs nokkrum dimmum og dökkum plötum af sama tagi, en helst þessari, I often dream of trains. Mig dreymir oft lestar. Síðan á það, djúpt í hjarta mínu, einhvern stað sem ég get stokkið af, eitthvert burt.

Það er lyklað, enda heldur Robyn sig á súrrealískum slóðum, hann er hrifinn af þessu loðna og blauta, sem skríður og er volgtheitt. Tómötum. Linctus hús (in my flesh hotel), hvað er það?

Linctus: n. medicated syrup for throat.


Hér flytur Robyn lagið einn á tónleikum í janúar 2004:

Linctus House


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]