Í kjallaranum var gömul kona sem foreldrar mínir höfðu skotið skjólshúsi yfir. Ég man nú ekki hvað hún hét, en hún var mjög gömul og hún var öll hnýtt, sennilega af einhvurri liðagigt eða slíku. Og hún hélt ákaflega mikið upp á mig og tók mig alltaf í forsvar, ef mamma var ströng við mig – því ég var náttúrlega ekki alltaf barnanna bestur. Jæja, svo er það að hún hafði – gamla konan – hafði verið veik, þarna niðri í sínu kjallaherbergi og það var vökukona yfir henni. Og ég hafði verið eitthvað óþekkur uppi og mamma hafði drifið mig í rúmið – og ekki verið neitt sérlega mjúkhent. Jæja, alltíeinu... Ég átti bolta og þegar mamma er – það voru opnar dyrnar inn í svefnherbergi – og alltíeinu kemur bolti í hnakkann á mömmu. Og mamma segir: Það er svo ómögulegt að Sverrir sé svona ósvífinn. Og hleypur inn í svefnherbergið til þess að athuga hvað ég sé að gera. Þá lá ég þarna steinsofandi og hafði ekki kastað neinum bolta. Þá opnuðust dyrnar á eldhúsinu og upp kom vökukonan og sagði: Hún var nú að gefa upp andann, gamla konan.
Nú, mamma lagði þetta út þannig að það hefði verið hún sem hefði hent boltanum í sig. [Haha]
Sverrir Kristjánsson, Gatan mín, 1970
Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]