Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, febrúar 20, 2009

 

"A brand new Denim song about the summer..."


Erla fór suður í gær yfir helgina, frammá mánudag, og þá hækkar í græjunum, minnkar hjá manni áherslan á uppvaskið og sólarhringurinn skoppar hingað og þangað. Maður reykir aðeins innar en vanalega. Annars skreið sólin yfir fjallsegg fyrst núna í vikunni; ég leit ekki upp meðan það gerðist, og var ekki boðið í kaffi neinstaðar.

Húsið er mitt og hæðirnar báðar, ég væflast á milli þeirra, sest aðeins og rýk niður eða upp. Hvort ég geti snúið aftur er vafamál. Inní einhver herbergi, alltaf innaf einhverju. Í skítaborg.


Hef verið að ná soldið í plötur á netinu, allskonar boota og eitthvað sem liggur ekki lausu, eða er þá rándýrt, kannski 40-50 pund fyrir geisladisk! Fann þannig aðra Denim plötuna og Denim Take Over, m óútgefnum lögum, líka seinni Go-Kart Mozart, seinna project Lawrence; sumir segja ég tali ekki um annað eða spili, ég sé sjúkur. Það er allt í lagi.

Það var ekki að ég saknaði sólarinnar, spáði lítið í það, hún bara skein ekki. Núna, með hana í augunum, gegnnum lítinn skrýtinn glugga, er hún voðagóð – og snjóinn tók upp í byggð, eiginlega bara strax. Það er fínasta veður, kannski ætti ég að ganga eitthvert.

Í tilefni sólarkomu, er hér hægt að ná í Summer Smash singulinn, sem fer víst á 40 pund. Það er tvær fínar útgáfur á því popp-skrýmsli, og það fína Sun's Out. Þessi singull drapst víst með Díönu prinsessu, það þótti ekki við hæfi að spila svona hressa músík. Í staðinn fengum við nýja útgáfu af Candle in the Wind. Slæm býtti.

Summer Smash hér á þessari síðu.(Velja free user og hinkra aðeins.)


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]